Vorhátíð 2017

Föstudaginn 28. apríl næstkomandi verður vorhátíð Fjölmenntar haldin. Að vanda verður hátíðin haldin í Gullhömrun í Grafarholti. Boðið verður uppá þriggja rétta veislumáltíð, skemmtiatriði og diskótek. Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði. Verð 8000 krónur.

Matseðill

Forréttur: Rjómalöguð sælkera grænmetissúpa

Aðalréttur: Lambahryggvöðvi með kartöflubátum, steiktum skógarsveppum og madeirasósu

Eftirréttur: Vanilluís gelato með súkkulaði og oreokurli.

Miðasala á skrifstofu Fjölmenntar. Athugið að ekki er tekið við kortum.

Allar sérþarfir varðandi mat þarf að tilkynna þegar pantaðir eru miðar. Einnig hversu margir gestir eru í hjólastólum.

Allar nánari upplýsingar í síma 530-1300