Myndlist
Á námskeiðinu er unnið að ákveðnum verkefnum í bland við frjálsa listsköpun.
Þátttakendur fá kennslu í tækni og aðferðum og geta prófað ólíka liti og efni sem notað er í myndlist. Gerð verða bæði tvívíð og þrívíð listaverk.
Í upphafi námskeiðsins gera þátttakendur áætlun um nám sitt með aðstoð kennara. Námskeiðið er því sniðið að hverju og einu og miðast viðfangsefni út frá vali þeirra á verkefnum.
Dæmi um verkefni eru: portrett og sjálfsmyndir, landslag, uppstilling, klippimyndir og skúlptúr.
Dæmi um efnivið eru: vatnslitir, málning, pappamassi, teiknipennar.
Áhersla er lögð á að ýta undir sköpunargleði þátttakenda og virkja ímyndunarafl þeirra. Að auki verður listfræðsla um verk listafólks í listasögunni.
Stefnt er að því að þátttakendur geti nýtt sér þekkingu sína sér til gagns og ánægju.
Kennt er einu sinni í viku, 1 - 3 kennslustundir í senn.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.