Söngur
Námskeið í söng - dægurtónlist og klassík.
Á námskeiðinu er unnið með eftirtalda þætti:
- Líkamsstöðu, öndun, raddæfingar
- Raddbeitingu, textaframburð, túlkun og framkomu.
- Dægurlög, þjóðlög og sígilda tónlist eftir áhuga þátttakanda.
- Söng með og án hljóðnema.
- Hugtök og grunnþætti tónlistar
Námskeiðið er kennt í einkakennslu en einnig er hægt að vera í litlum hópi.
Námskeiðið er þjálfun í söngtækni og getur hentað þeim sem vilja undirbúa sig fyrir áframhaldandi tónlistarnám eða þátttöku í tónlistarstarfi.
Námskeiðið er í 8 vikur, einu sinni í viku, 1-1,5 kennslustundir í senn.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.