Boltagreinar
Á námskeiðinu er unnið með fjölbreytta hreyfingu við hæfi og áhuga hvers og eins.
Þátttakendur prófa helstu íþróttagreinar undir leiðsögn kennara og jafnframt er gert ráð fyrir að aðstoðarfólk þátttakenda taki virkan þátt í kennslustundum.
Farið verður í fjölbreyttar íþróttagreinar, t.d. fótbolta, handbolta, körfubolta og bandý.
Markmið námskeiðsins er að skapa líflega og skemmtilega stemningu í íþróttasalnum ásamt því að auka hreyfifærni og þol þátttakenda.
Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.
Staðsetning: Íþróttahúsið í Hátúni
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.