Setti námskeið í körfu

Ég dansa til að gleyma

Á námskeiðinu ætlum við að dansa til að gleyma óþarfa áhyggjum sem fylgja lífinu. Við ætlum að sletta úr klaufunum og hafa gaman. Lögð er áhersla á að hver og einn þátttakandi fái að kynnast öllu því sem líkami þeirra getur gert. Við könnum alls konar hreyfingar og ólíka dansa og skemmtum okkur við uppáhalds tónlistina okkar.

Settu uppáhalds lagið þitt í athugasemdar dálkinn og við setjum það á spilunarlistann okkar.

 

Námskeiðið er haldið í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

 

Staður: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47
Verð: 11.600 - 14.500
Tími: 8 vikur
Íris Stefanía Skúladóttir