Einkaþjálfun
Markmið námskeiðsins er undirbúningur fyrir líkamsrækt á eigin vegum.
Kennt verður að æfa sjálfstætt á líkamsræktarstöð. Þátttakendur læra að bera ábyrgð á sinni líkamsþjálfun og er markmiðið að þeir geti æft án leiðsagnar kennara.
Áhersla er lögð á æskilega vinnuröð, upphitun og teygjur, vinnu í tækjum og svo teygjur í lokin.
Einstaklingsmiðaðar æfingaáætlanir verða gerðar í upphafi auk þess sem þátttakendur fá í lokin áætlun um áframhald æfinga.
Markmiðið er að eftir lok námskeiðs þá geti þátttakendur æft sjálfstætt á líkamsræktarstöð.
- Kennt er 1 klukkustund í senn.
- Þátttakendur kaupa sér sjálfir kort á líkamsræktarstöðinni og greiða einnig námskeiðsgjald til Fjölmenntar.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.
Athugið:
Enginn stuðningsfulltrúi frá Fjölmennt er í World Class. Þeir sem þurfa aðstoð í klefa eða á biðtíma fyrir og eftir tímann þurfa að hafa aðstoð að heiman.