Fjölleikhúsið - söngur, leiklist, dans
Á námskeiðinu er unnið með sviðslistirnar; leiklist, söng og dans.
Þátttakendur æfa sig í að vinna með öðrum, þjálfa sig í sviðsframkomu, danshreyfingum og söng.
Á námskeiðinu er unnið með persónusköpun, búin til stutt eintal sem persónan og unnið með leikræna tilburði, sviðshreyfingar og raddbeitingu.
Markmið
• Þátttakendur öðlist öryggi í að koma fram og standa með sjálfum sér.
• Þátttakendur þjálfist í samskiptum og samvinnu.
• Þátttakendur fái tækifæri til þess að þjálfa sviðsframkomu
Námskeiðið er kennt á Dansverkstæðinu Hjarðarhaga 47 á föstudögum eftir hádegi (ath nánari tími auglýstur síðar)
Kennarar á námskeiðinu: Margrét Pétursdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir, Ása Fanney Gestsdóttir
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.