Setti námskeið í körfu

Förðun og umhirða húðar og hárs

Langar þig að læra förðun og hvernig best er að hugsa um húðina og hárið? 

Að farða sig fallega styrkir sjálfsmyndina og eykur vellíðan.  Á þessu námskeiði verða kennd réttu handtökin við förðun t.d. hvernig á að beita förðunarburstunum og nota augnskugga. Hvernig farði hentar hverri húðgerð og hvernig best sé að skyggja og setja ljóma á húðina.

Einnig verður farið vel yfir það hvernig best er að huga að umhirðu húðarinnar og hársins.

  • Námskeiðið er 3 skipti.
  • Dagsetningar: 11, 13 og 18. nóvember klukkan 16:00-18:00.
  • Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Framvegis og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér. Að öðrum kosti getur viðkomandi ekki sótt þetta námskeið.

Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Verð: 6.200
Tími: 3 skipti