Setti námskeið í körfu

Geðheilsa og leiðir til betra lífs

Langar þig að læra um geðheilsu og leiðir til að styrkja og hugsa vel um sig?

Við ætlum að halda fróðlegt og skemmtilegt námskeið um geðheilsu þar sem við munum tala um tilfinningar, streitu og hvernig er hægt er að láta sér líða betur.

Dæmi um það sem við ætlum að læra:

  • Hvað er geðheilsa
  • Að þekkja tilfinningar
  • Núvitund og slökun
  • Bjargráð og streitustjórnun

Námskeiðið hefst 1. apríl og er í fjögur skipti.
Kennt verður kl. 17:00 - 19:00 á þriðjudögum og föstudögum

Kennt er eftirfarandi daga:

  • 1.apríl
  • 4. arpíl
  • 8. apríl
  • 11. apríl

Staður:
Fjölmennt, Vínlandsleið 14.

Verð: 6.000 kr.

Kennari á námskeiðinu: Íris Indriðadóttir sálfræðingur hjá Björkin og Dagný Birna B.A. í þroskaþjálfafræðum.

Hægt er að sækja um námskeiðið hér

Staður: Fjölmennt
Verð: 6.000
Tími: Fjögur skipti