Gervigreind hjá Mími
Við bjóðum þig hjartanlega velkomin á 8 klst kynningarnámskeið í gervigreind.
Á þessu námskeiði munum við kanna grunnatriði gervigreindar, hvernig hún virkar og hvernig hún getur nýst í daglegu lífi. Námskeiðið hentar öllum, óháð fyrri þekkingu á efninu.
Námskeiðið er í 2 kennslustundir í senn í 4 vikur.
Kennt er einu sinni í viku, á þriðjudögum klukkan 13:00-15:00
Kennslutímabil 18.febrúar - 11.mars
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.
Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Mími og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér.