Setti námskeið í körfu

Grænt og gómsætt

Eldaður eru einfaldir og gómsætir grænmetisréttir og einnig er bakað brauð, bollur og  "hollari kökur".

Á þessu námskeiði elda þátttakendur hollan og góðan mat. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja auka hollustu í eigin mataræði og kynnast nýjum réttum.

Eldaðir verða einfaldir grænmetisréttir, bakað úr heilhveiti og öðru grófu korni og gómsætir eftirréttir.

Þátttakendur fá þjálfun í matargerð með áherslu á aukið sjálfstæði.

Þátttakendum er kennt að nota uppskriftir, myndrænar og/eða ritaðar.

Stefnt er að því að þátttakendur:

  • öðlist þekkingu á hollu mataræði og heilsusamlegum eldunaraðferðum
  • auki sjálf-stæði/sjálfstraust sitt og færni sína við matargerð
  • verði færir um að elda einfalda grænmetisrétti og baka úr grófu korni.

Unnið verður með samvinnu og skipulagningu eigin verkefna.

Þátttakendur skipta með sér verkum, vinna að sameiginlegri máltíð, undirbúningi og frágangi eftir máltíð.

Lögð er áhersla á þátttöku, virkni og frumkvæði þátttakenda.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-3 kennslu-stundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 15.600 - 25.200 kr fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8 vikur
Hjördís Edda Broddadóttir
Mona Guttormsen