Setti námskeið í körfu

H.A.F. jóga

H.A.F. Yoga (Holistic aqua flow yoga) eru mjúkir og slakandi tímar í jógaflæði í vatni, hugleiðslu og fljótandi slökun. Gerðar eru teygjur og flæðisæfingar sem aðlagaðar eru að vatni. Notuð er núvitund og hugleiðsla og flot til að slaka vel á í vatninu.

  • Hreyfing í vatni, viðheldur hreyfigetu liða og þjálfar djúpvöðva
  • Að fljóta dregur úr streitu, léttir á eymslum, vinnur gegn svefnleysi, þunglyndi og kvíða.
  • Eftir gott flot finnur einstaklingurinn fyrir líkamlegri og andlegri endurnýjun.
  • Blóðþrýstingur og hjartsláttur hægir á sér um leið og þú sekkur inn í djúpa og afslappandi slökun.

 Markmiðið er að ná að njóta þess að sleppa takinu í kyrrð og ró.

  • Námskeiðið er í 10. vikur og er kennt 1 x í viku.
  • Námskeiðið hefst 14.janúar - 8.mars.
  • Námskeiðið er kennt á þriðjudögum.
  • Hver tími er 45 mínútur. 20 mín í æfingar, flæði og teygjur og 25 mínútur í hugleiðslu og flot.
  • Kennari kennir af sundlaugarbakka.
  • Hámarksfjöldi í hóp eru 15 þátttakendur og er námskeiðið aðlagað að hverjum og einum.  
  • Námskeiðið er fyrir alla óháð fötlun.
  • Verð 51.000 kr

Staður: Sundlaug Klettaskóla Suðurhlíð 9 105 Reykjavík.

Öll aðstaða er sérstaklega aðlöguð að fötluðu fólki. 

Rakel er viðurkenndur jogakennari og menntaður þroskaþjálfi með mikla reynslu í þjálfun/kennslu í rúm 30 ár.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

 

Vinsamlegast athugið:

  • Námskeiðið er auglýst fyrir námskeiðshaldara og er ekki niðurgreitt af Fjölmennt. Það þýðir að sá sem sækir um H.A.F jóga getur líka sótt um námskeið hjá Fjölmennt.
  • Ekkert aðstoðarfólk er í sundlauginni eða klefa þannig að þau sem þurfa aðstoð í klefa eða á biðtíma fyrir og eftir tímann þurfa að hafa aðstoð að heiman. Að öðrum kosti getur viðkomandi ekki sótt þetta námskeið.

 

Staður: Sundlaug Klettaskóla
Verð: 51.000 kr
Tími: 10 vikur