Setti námskeið í körfu

Leirmótun og pappamassi

Kennt verður að endurnýta dagblöð og pappír í listsköpun.  Unnið er með sjálfþornandi leir og hann málaður og skreyttur eftir því sem við á.  Einnig verða búnar til handgerðar  pappírsarkir með mismunandi áferð. 

Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl þátttakenda og sköpunargleði. 

 

Námskeiðið er í 8. vikur, einu sinni í viku 2-2,5 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 19.000-20.600 fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8. vikur
Nanna Eggertsdóttir
Kristín Eyjólfsdóttir