Setti námskeið í körfu

Myndbandsgerð

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til myndbönd með því að taka upp og klippa myndböndin í tölvu.

Hægt er að taka þátt í að búa til myndbönd um námskeið sem haldin eru í Fjölmennt og notuð eru til kynningar á heimasíðu Fjölmenntar. Einnig er hægt að búa til myndbönd um ýmis áhugamál.

Farið verður í undirbúning fyrir upptöku og gerð handrits. Notuð verða tæki eins og símar, gopro og snjalltölvur til að taka upp efni. Unnið verður með klippiforritið Filmora eftir áhuga þátttakenda.

Þátttakendur eru hvattir til að koma með sín eigin tæki.

Námskeiðið er kennt í 8 - 16. vikur, einu sinni í viku.

Umsóknarfrestur er til 20 nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.000 - 26.700 kr fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8 - 16 vikur