Náttúrubingó

Á námskeiðinu verður gengið um Gufunesið þar sem leitað verður að ýmsum hlutum í náttúrunni og rætt saman um það sem fyrir augum ber á leiðinni.
Námskeiðið er í eitt skipti í 1,5-2 kennslustundir.
Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Staður: Gufunes
Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí - 28.maí
Umsóknarfrestur er 30.apríl.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.