Nestisbiti í lautarferðina

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að útbúa hollan, góðan og einfaldan nestisbita fyrir lautarferðina.
Við ætlum að njóta þess að vera saman úti í náttúrunni, fara í göngutúr við hæfi hvers og eins, vera með gott nesti, góða skapið og kærleikann.
Á námskeiðinu útbýr hver og einn sína eigin samloku, bakaðir verða gómsætir hafraklattar ásamt því að útbúnir verða grænmetis, ávaxta og ostabitar. Að sjálfsögðu verður kaffisopi með í för ásamt köldum drykk.
Mikilvægt er að þátttakendur séu klæddir eftir veðri.
Námskeiðið er kennt í Skátaheimili Vogabúa
Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí-28.maí
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.
Umsóknarfrestur er 30.apríl.