Setti námskeið í körfu

Ökunám - Fræðilegur hluti Ö1 og Ö2

Námið er ætlað þeim sem kjósa að stunda Ö1 og Ö2 - fræðilegan hluta á eigin námshraða. Um er að ræða stuðningsnám við Ö1 og Ö2 - fræðilegan hluta.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Ökuskólann í Mjódd.

KENNSLULÝSING

Kennt er samkvæmt námskrá almenns ökunáms sem útgefin er af Samgöngustofu og er miðað við einstaklingsbundna nálgun námsefnis í hópi.
Notuð eru námsgögn sem viðurkennd eru og notuð við almennt ökunám. Einnig eru notuð önnur kennslugögn eftir námsþörf nemenda hverju sinni.
Áhersla er lögð á að nemendur stundi námið á eigin forsendum á eigin hraða og með eigin námsaðferðum að því leyti sem unnt er.
Ökuprófið er tekið hjá Frumherja hf.

Kennt er tvisvar sinnum í viku, 2 kennslustundir í senn.

Tími:  Auglýst síðar

 

 

Staður: Ökuskólinn í Mjódd
Verð: 28.200
Tími: 16 vikur
Anna Filippía Sigurðardóttir