Setti námskeið í körfu

Prjón

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í prjóni. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem langar til þess að hvort prjón henti þeim, en einnig þeim sem hafa prjónað áður og langar að rifja upp taktana eða auka við færni sína.

Lögð verður áhersla á að eiga notalega stund saman með prjónana í rólegu umhverfi þar sem hver prjónar á sínum hraða með sínum áherslum.

Þátttakendur fá aðstoð við verkefnaval en dæmi um það sem hægt er að prjóna á námskeiðinu er til dæmis húfa, tefill, kragi eða jafnvel fallegt ennisband.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn og áætlað er að námskeiðið verði haldið í húsnæði Borgarbókasafnsins í Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 13.400
Tími: 8 vikur