Prjónagraff

Prjónagraff er prjónað eða heklað handverk sem ætlað er utan um hluti sem standa utandyra, oftast á fjölförnum stöðum eða við gangstíga. Handverkið verður listaverk sem fær að standa úti fyrir vegfarendur að njóta og er tilgangur verksins að fegra umhverfið.
Námskeiðið er í tvö skipti, 1-2 kennslustundir í senn.
Nánari tímasetning síðar.
- Fyrra skiptið vinna þátttakendur að verkum sínum í Fjölmennt, Vínlandsleið.
- Seinna skiptið hittist hópurinn á vettvangi og verkunum valinn staður.
Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí-28.maí
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.
Umsóknarfrestur er 30.apríl.