Radio Fjölmennt
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til þætti fyrir podcast/hlaðvarp sem eru stuttar hljóðupptökur eða útvarpsþættir á netinu um hin ýmsu mál, svo sem íþróttir, baráttumál, menningu og spjallþættir.
Þeir sem hafa áhuga á að búa til sinn eigin þátt býðst að skrá sig á námskeið, læra að búa til hlaðvarp og geta að loknu námskeiði nýtt sér opið hlaðvarpsstúdíó Fjölmenntar sem hægt er að bóka tvisvar sinnum í viku.
Farið verður í gegum eftirfarandi ferli:
- Finna efni fyrir þáttinn
- Búa til handrit
- Undirbúningur fyrir upptöku
- Æfa raddbeitingu
- Undirbúningur fyrir að taka viðtal
- Taka upp
- Setja þáttinn á internetið.
Að auki verður farið í að þróa kynningarefni fyrir hlaðvarpið. Nafn, lógó og fleira sem tengist markaðssetningu.
Námskeiðið er einu sinni í viku í 8 vikur, 2 kennslustundir í senn.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.
Ýttu hér til að hlusta á þá þætti sem hafa verið búnir til