Setti námskeið í körfu

Segjum sögur

Allir geta sagt sögu. Námskeiðið hentar fólki sem notar fjölbreyttar tjáskiptaleiðir. 

Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að segja sögur. Að segja sögu gefur fólki rödd og aukið vald sem leiðir til sjálfseflingar. Sögur gera líf fólks ríkulegra; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur og sögur úr menningunni. Viðfangsefnin verða sótt í reynsluheim þátttakenda svo sem endursagnir, minningar, lífssögur, hversdagssögur, þjóðsögur, ævintýri og bókmenntir. 

Efnistök námskeiðsins taka mið af þátttakendurm hverju sinni. Nýtt verður tækni svo sem tölva eða snjalltæki eftir þörfum. 

Áhersla er lögð á að þátttakendur fái tækifæri til þess að skapa eiginn sögur og deilda þeim með öðrum.

Kennt er einu sinni í viku 1 - 2 kennslustundir í senn í 8 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: 8 vikur