Sumarlegar sápur

Lærðu að búa til þína eigin sápu og pakka fallega inn!
Í fyrri tímanum blandar þú saman lit og lykt í glæsilega sápu.
Í seinni tímanum pakkar þú sápunni inn og getur gefið sem gjöf.
Á námskeiðinu er unnið með ólíka skynjun: sjón, lykt og snertingu.
Litir og form: Nemendur prófa sig áfram með að lita sápur og hvernig skapa má ýmis konar mynstur. Nemendur velja sér form til að steypa sápur í. Þau sem vilja geta skorið sápurnar út.
Lykt og áferð: Nemendur skoða ilmkjarnaolíur og önnur lyktarefni sem hægt er að nota í sápur. Hráefni eins og hafrar, salt, sandur og þurrkaðar jurtir skapa spennandi áferð.
Umbúðir: Hægt er fara hinar ýmsu leiðir í að pakka sápum inn, frá einföldum borðum og plöstun til fallegra hannaðra pakkninga. Hver og einn nemandi býr til umbúðir eftir eigin höfði.
Markmiðið með námskeiðinu er að virkja og vinna með ólíka skynjun í sama hlutnum, pæla í því hvað fer vel saman og umfram allt gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.
Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí-28.maí
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.
Umsóknarfrestur er 30.apríl.