Sýndarveruleiki
Á þessu námskeiði verður hægt að skoða fjölbreytt úrval af 360° myndskeiðum sem henta þátttakendum sem hafa takmarkaða hreyfigetu. Hægt verður að upplifa spennandi og grípandi aðstæður sem margir ná ef til vill ekki að upplifa í hinum raunverulega heimi.
Áhersla verður lögð á eigin virkni og frumkvæði um leið og unnið er með leiðir til að velja og tjá skoðun sína og tilfinningar.
Meðal annars verður hægt að upplifa:
- Rússíbanaferð
- Ferðast í loftbelg
- Fara í vatnsrennibraut
- Kafa
- Fara í borgarferð
Hér er myndband sem hægt er að skoða og sjá hvernig gleraugun virka:
(1) Inclusive ClassVR - Virtual Reality for the Special Education Classroom - YouTube
Námskeiðið er í 8. vikur, einu sinni í viku, 1 - 1,5 kennslustundir í senn.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.