Setti námskeið í körfu

Ukulele

Vissir þú að litlu sætu gítararnir heita Ukulele og urðu þekktir á Hawaii á 19.öld?

Boðið verður uppá kennslu í Ukulele, hægt verður að læra lög með einum, tveimur eða þremur hljómum. Næg hljóðfæri verða á staðnum fyrir þau sem ekki eiga Ukulele en þau sem eiga koma með sitt hljóðfæri.


Námskeiðið er eitt skipti, 2 - 3 kennslustundir.
Nánari tímasetning veðrur auglýst síðar.

Staður: 
Fjölmennt, Vínlandsleið.

Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí-28.maí.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki. 

Staður: Fjölmennt
Verð: 2.000 kr
Tími: 1 skipti