Setti námskeið í körfu

Vegan matreiðslunámskeið

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað er vegan og hvernig er hægt að elda vegan mat.

Vegan lífsstíll er að verða vinsælli með hverju árinu og ýmislegt gómsætt hægt að elda sem er vegan. 

Þetta námskeið er ekki eingöngu fyrir þá sem eru vegan, heldur líka fyrir þá sem vilja kynna sér og prufa nýja rétti.

Á námskeiðinu verður fræðsla um:

  • Hvað er vegan
  • Hvers vegna vegan

Eldaðir verða réttir í hverjum tíma eins og t.d.

  • Bláberjasæla og gulrótarkaka
  • Taco veisla
  • Sætar kartöflur með salsafyllingu
  • Pizza
  • Kjúklingabauna pönnukökur

Námskeiðið er einu sinni í viku í 8 skipti, 1-3 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 17.200 - 25.200 kr. fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8. vikur
Hjördís Edda Broddadóttir
Mona Guttormsen