Setti námskeið í körfu

Vegghengi

Á námskeiðinu læra þátttakendur að gera vegghengi með macramé hnúta aðferðinni. Einstök leið til að vinna með höndunum og láta sköpunarflæðið njóta sín.

Í macramé er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram og láta byrjendaörðuleika ekki stoppa sig, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við.

Sköpun í handavinnu eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Engin handavinnukunnátta þarf að vera fyrir hendi. Allt efni verður á staðnum. Allir fara heim með sitt eigið vegghengi.

 

Námskeiðið er tvö skipti. 
Dagsetningar: 1 og 8 október klukkan 19:00-20:30

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Verð: 3.400
Tími: 2 skipti