Sumarnámskeið

Frjálsar íþróttir

Á þessu námskeiði verður farið yfir kast, stökk og hlaupagreinar undir leiðsögn hjá reyndum frjálsíþróttakennara. Frjálsar íþróttir reyna á allan líkamann og öll geta reynt á sig við hæfi. 

Lesa meira
Staður: ÍR Mjódd
Tími: 1 skipti

Hjólanámskeið

Á námskeiðinu er farið í stutta hjólatúra í miðbæ Reykjavíkur

Lesa meira
Staður: Auglýst síðar
Tími: 1 skipti

Karaoke

Finnst þér gaman að syngja lög í karaoke? Nú er tækifærið til þess að syngja með þínu uppáhaldslagi

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Körfubolti á Klambratúni

Langar þig í körfubolta? Langar þig að vita hvað er hægt að gera á Klambratúni?

Lesa meira
Staður: Klambratún
Tími: 1 skipti

Magadans

Á námskeiðinu er dansaður magadans undir handleiðslu reynds magadanskennara

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Náttúrubingó

Á námskeiðinu verður gengið um Gufunesið þar sem leitað verður að ýmsum hlutum í náttúrunni og rætt saman um það sem fyrir augum ber á leiðinni.

Lesa meira
Staður: Gufunes
Tími: 1 skipti

Nestisbiti í lautarferðina

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að útbúa hollan, góðan og einfaldan nestisbita fyrir lautarferðina. 

Lesa meira
Staður: Skátafélagið Vogabúar, Grafarvogi
Tími: 1 skipti

Padel

Spaðaíþrótt sem blandar saman tennis og skvass.

Lesa meira
Staður: Tennishöllin Dalsmára 13
Tími: 1 skipti

Prjónagraff

Prjónagraff er prjónað eða heklað handverk sem ætlað er utan um hluti sem standa utandyra, oftast á fjölförnum stöðum eða við gangstíga. Handverkið verður listaverk sem fær að standa úti fyrir vegfarendur að njóta og er tilgangur verksins að fegra umhverfið.

Lesa meira
Staður: Auglýst síðar
Tími: 2 skipti

Sumarlegar sápur

Lærðu að búa til þína eigin sápu og pakka fallega inn! 

Í fyrri tímanum blandar þú saman lit og lykt í glæsilega sápu.

Í seinni tímanum pakkar þú sápunni inn og getur gefið sem gjöf.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 2 skipti

Sumarlegir blómapottar og falleg sumarblóm

Á þessu námskeiði málum við og skreytum blómapotta og setjum í þá falleg sumarblóm.  Tilvalið fyrir garðinn, pallinn, svalirnar eða sem gjöf.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 2 skipti

Sungið undir bláhimni

Á námskeiðinu verður gítarinn dreginn fram og sungin skemmtileg lög undir berum himni. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja rifja upp lögin fyrir útileguna, ættarmótið, þjóðhátíðina eða bara komast í gott sumarskap. 

Lesa meira
Staður: Auglýst síðar
Tími: 1 skipti

Tölvuleikjagerð með Scratch

Námskeið í tölvuleikjaleikjagerð með Scratch í samstarfi við Opna háskólan í Reykjavík

Lesa meira
Staður: Háskólinn í Reykjavík
Tími: 1 skipti

Ukulele

Vissir þú að litlu sætu gítararnir heita Ukulele og urðu þekktir á Hawaii á 19.öld?

Boðið verður uppá kennslu í Ukulele, hægt verður að læra lög með einum, tveimur eða þremur hljómum. Næg hljóðfæri verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga Ukulele en þeir sem eiga koma með sitt hljóðfæri.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Vor- og náttúruupplifun í Grasagarðinum

Að upplifa vorið, veðrið og náttúruna í gróðri og jarðvegi. Á leið um Grasagarðinn skoðum við og fræðumst um það sem fyrir augu ber. Til dæmis steinahæðina, ýmsan gróður, trjáplöntur og blóm. 

Lesa meira
Staður: Grasagarðurinn í Laugardal
Tími: Eitt skipti