Sumarnámskeið
Frjálsar íþróttir
Á þessu námskeiði verður farið yfir kast, stökk og hlaupagreinar undir leiðsögn hjá reyndum frjálsíþróttakennara. Frjálsar íþróttir reyna á allan líkamann og öll geta reynt á sig við hæfi.
Karaoke
Finnst þér gaman að syngja lög í karaoke? Nú er tækifærið til þess að syngja með þínu uppáhaldslagi
Körfubolti á Klambratúni
Langar þig í körfubolta? Langar þig að vita hvað er hægt að gera á Klambratúni?
Náttúrubingó
Á námskeiðinu verður gengið um Gufunesið þar sem leitað verður að ýmsum hlutum í náttúrunni og rætt saman um það sem fyrir augum ber á leiðinni.
Nestisbiti í lautarferðina
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að útbúa hollan, góðan og einfaldan nestisbita fyrir lautarferðina.
Prjónagraff
Prjónagraff er prjónað eða heklað handverk sem ætlað er utan um hluti sem standa utandyra, oftast á fjölförnum stöðum eða við gangstíga. Handverkið verður listaverk sem fær að standa úti fyrir vegfarendur að njóta og er tilgangur verksins að fegra umhverfið.
Sumarlegar sápur
Lærðu að búa til þína eigin sápu og pakka fallega inn!
Í fyrri tímanum blandar þú saman lit og lykt í glæsilega sápu.
Í seinni tímanum pakkar þú sápunni inn og getur gefið sem gjöf.
Sumarlegir blómapottar og falleg sumarblóm
Á þessu námskeiði málum við og skreytum blómapotta og setjum í þá falleg sumarblóm. Tilvalið fyrir garðinn, pallinn, svalirnar eða sem gjöf.
Sungið undir bláhimni
Á námskeiðinu verður gítarinn dreginn fram og sungin skemmtileg lög undir berum himni. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja rifja upp lögin fyrir útileguna, ættarmótið, þjóðhátíðina eða bara komast í gott sumarskap.
Tölvuleikjagerð með Scratch
Námskeið í tölvuleikjaleikjagerð með Scratch í samstarfi við Opna háskólan í Reykjavík
Ukulele
Vissir þú að litlu sætu gítararnir heita Ukulele og urðu þekktir á Hawaii á 19.öld?
Boðið verður uppá kennslu í Ukulele, hægt verður að læra lög með einum, tveimur eða þremur hljómum. Næg hljóðfæri verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga Ukulele en þeir sem eiga koma með sitt hljóðfæri.
Vor- og náttúruupplifun í Grasagarðinum
Að upplifa vorið, veðrið og náttúruna í gróðri og jarðvegi. Á leið um Grasagarðinn skoðum við og fræðumst um það sem fyrir augu ber. Til dæmis steinahæðina, ýmsan gróður, trjáplöntur og blóm.