Myndlist og handverk
Málað og skreytt
Skemmtilegt námskeið þar sem ýmsir hlutir eru skreyttir. Til dæmis hlutir úr tré, gleri, pappír og pappa.
Mósaik
Þátttakendur læra að búa til listaverk með mósaík flisum.
Mósaík er aðferð sem gengur út á það að raða litlum bútum saman. Í bútana er notað gler, flísar eða postulínsbrot.
Myndlist
Á námskeiðinu er unnið að ákveðnum verkefnum í bland við frjálsa listsköpun.
Þátttakendur fá kennslu í tækni og aðferðum og geta prófað ólíka liti og efni sem notað er í myndlist.
Myndlist og jóga
Myndlist og jóga er gott par og á þessu námskeiði nálgumst við jóga og myndlist á skapandi og einstaklingsmiðaðan hátt.
Myndlist og kvikmyndalist í Listvinnzlunni
Listvinnslan er nýr og skapandi vettvangur.
Listvinnslan býður nú upp á námskeið í myndlist og kvikmyndalist og þátttakendur vinna jafnframt að eigin listsköpun.
Prjón
Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í prjóni.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa prjónað áður.
Sápugerð
Á þessu námskeiði lærum við að búa til fallegar sápur og pakka þeim glæsilega inn.
Hver og einn velur sína liti og lykt fyrir sápuna og við leikum okkur með ólík form.