24.02.2020
Vekjum athygli á að það er laust pláss á lestrarnámskeiði sem byrjar í næstu viku. Námskeiðið hefst mánudaginn 2. mars.
Lesa meira
14.02.2020
Námskeiðahald verður með eðlilegum hætti frá og með hádegi í dag. Öllum er frjálst að meta hvort þeir mæta eða ekki.
Lesa meira
13.02.2020
Þar sem ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna slæms veðurútlits fyrir föstudaginn 14. febrúar er óljóst hvort hægt verður að halda uppi kennslu og annarri starfsemi hjá Fjölmennt. Vinsamlegast fylgist með upplýsingum þar að lútandi hér á heimasíðunni.
Lesa meira
04.02.2020
Fjölmennt býður forstöðumönnun og yfirþroskaþjálfum/deildastjórum/teymisstjórum til fundar um námstilboð Fjölmenntar, samstarf og þróun. Fundurinn verður mánudaginn 17. febrúar í húsnæði Fjölmenntar í Vínlandsleið 14. Hægt verður að velja um tvo fundartíma, klukkan 10:00-12:00 eða 14:00-16:00.
Lesa meira
29.01.2020
Haldinn verður umræðufundur um notkun spjaldtölvu í daglegu lífi mánudaginn 3. febrúar kl. 13:00-14:00 í húsnæði Fjölmenntar, Vínlandsleið 14.
Stjórnendur og starfsfólk í búsetuþjónustu þátttakenda sem eru nýir á spjaldtölvunámskeiði á vorönn 2020 sem og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í umræðufundinum. En tenglar þeirra sem hafa áður verið á spjaldtölvunámskeiði sem og aðrir sem vilja auka notkun spjaldtölvu í daglegu lífi eru einnig velkomnir.
Lesa meira
27.01.2020
Óskað er eftir listrænum stjórnanda listahátíðarinnar Listar án landamæra. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun mars. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks og inngildandi listheim.
Lesa meira
10.01.2020
Undanfarin ár hefur Fjölmennt fengið Erasmus styrki Evrópusambandsins til að senda starfsfólk í námsferðir til stofnanna sem sinna fullorðinsfræðslu á einn eða annan hátt fyrir fólk með þroskahömlun.
Lesa meira
06.01.2020
Skrifstofan hefur opnað aftur eftir jólafrí. Kennsla hefst 13. janúar.
Lesa meira
20.12.2019
Óskum nemendum, samstarfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Takk fyrir samstarfið á árinu.
Lesa meira
09.12.2019
Vegna slæmrar veðurspár verður engin kennsla á morgun, þriðjudag 10.desember eftir hádegi.
Lesa meira