23.11.2016
Umsóknarfrestur um námskeið á vorönn 2017 er til 15. janúar 2017.
Verið er að setja auglýsingar um námskeiðin á heimasíðuna og hægt verður að sækja um þau eftir 5. desember n.k.
Reiknað er með að flest námskeið hefjist í febrúar 2017.
Lesa meira
17.11.2016
Viljum minna á að umsóknarfresti fyrir námskeið á vorönn lýkur á sunnudag 20.nóvember. Okkur langar að benda á að nokkur ný og spennandi námskeið verða í boði. Endilega kíkið á þau.
Lesa meira
07.11.2016
Óskað er eftir framkvæmdastjóra listahátíðarinnar Listar án landamæra,umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun janúar.
Lesa meira
02.11.2016
Umsóknarfrestur til að sækja um námskeið á vorönn 2017 og til að sækja um jólanámskeið er til 20. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
21.10.2016
Átak, félag fólks með þroskahömlun efnir til stjórnmálafundar í aðdraganda alþingiskosninganna 2016 og spyr frambjóðendur hvað þeir ætli að gera svo allar manneskjur, fatlaðar sem ófatlaðar, fái notið sín í samfélaginu og lifað þar með reisn.
Lesa meira
07.10.2016
Við viljum vekja athygli á því að á heimasíðunni okkar undir flipanum Fræðsla og námsgögn er smám saman verið að setja inn ýmis konar fræðslu. Má þar nefna uppskriftir, Ipad-fræðslu, rofar og tækni og rannsóknir.
Lesa meira
29.09.2016
Í gær afhentu fulltrúar Sunnusjóðs, þær Guðrún Stephensen formaður og Arndís Vilhjálmsdóttir gjaldkeri, rofabúnað sem nota á við tölvur, heimilistæki og spjaldtölvur. Búnaðurinn er ætlaður til kennslu fjölfatlaðra nemenda Fjölmenntar. Rofar eru notaðir til þess að hafa stjórn á umhverfinu auka valkosti og auðvelda þátttöku í lífi og starfi.
Lesa meira
23.09.2016
Hjá Mími símenntun er laust pláss í málun og blönduð tækni. Einnig er laust pláss á prjónanámskeið.
Lesa meira
21.09.2016
Alþingi samþykkti í gær ályktun um að samningur um réttindi fatlaðs fólks skuli fullgiltur fyrir Íslands hönd. Samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands fyrir meira en 9 árum síðan, þ.e. 30. mars 2007, og hafa langflest ríki í heiminum þegar fullgilt samninginn.
Lesa meira
05.09.2016
Fræðslukvöld hjá Þroskahjálp verður haldið miðvikudaginn 7. september klukkan 20:00-22:00. Yfirskrift fræðslunnar er: NÁM AÐ LOKNUM FRAMHALDSSKÓLA - HVAÐ ER Í BOÐI?
Allir velkomnir - ekkert þátttökugjald - skráning á asta@throskahjalp.is
Lesa meira